imghaus 

UNDRI tar-remover - User Comments

Rúnar Sigurjónsson

I'm one of those who use the wonderful detergent Undri. I found out that it is the best tar-remover ever, but only if used as instructed. I've heard people curse this detergent and say that it's no good. That can be true if people don't follow the instructions. The "magic" is to rinse the car with cold water before the detergent is applied on the car. If this method is used, not detergent cleans better than Undri. Besides, if the car is rinsed before washing, most of the mud and dirt is gone when you start to scrub the car and the paintwork is safer and you don't scratch your car with the tiny sandgrains in the mud. Unlike some detergents when you mustn't wet your car before applying the detergent on it. The only thing I have a problem with is a big pile of empty containers with perfectly useable pumps. Would it be possible to buy refills (with no pumps)?

Thank you for the best detergent ever!.

Vélaverkstæði Jóhanns Viðars

Á Vélaverkstæði Jóhanns Viðars í Njarðvík er Undri tjöruhreinsir notaður til að þrífa bíla sem á eru mikil óhreinindi svo sem: olía, smurning, tjara, ryk, málning og önnur óhreinindi. Hitastig við hreinsun er 2-20° C. Efninu úðað óblönduðu á bílinn. Látið vinna í 10 mín. Bíllinn kústaður og þveginn með vatni. Byrjað neðst. Skolaður vel með vatni á eftir. Bíllinn verður algjörlega hreinn og glansandi. Engin þörf á eftirmeðhöndlun. Á mínu verkstæði er Undri tjöruhreinsir einnig notaður til að þvo vélar, vélahluti og gólf. Einnig þvoum við okkur um hendurnar með Undra tjöruhreinsi. Hann er þá blandaður með vatni.

Ófeigur Fanndal Birkisson

Ég er með nýlegan bíl og hef eingöngu þvegið hann með Undra/Tjöruhreinsi. Þá skola ég bílinn fyrst, úða undra á, læt bíða í 2-4mín, strýk yfir með blautum svampi og skola síðan af. Þannig slepp ég alveg við að nota haugdrulluga kústa þvottastöðvanna. Ég er mjög ánægður með þessa vöru og get hiklaust mælt með henni.

kveðja,

Jóhanna Lilja Eiríksdóttir

Sigmar Ólafsson

Síðastliðið vor fór ég í tveggja vikna ferð til útlanda og skildi kassabílinn okkar eftir á bílastæði við KFUM heimilið í Reykjavík á meðan. Þar stóð bíllinn í einu horni bílastæðisins, með hægri hlið að trjávegg. Þegar ég kom til baka og ætlaði að fara að nota bílinn aftur, fannst mér sem eitthvað væri óeðlilegt í hægri baksýnisspeglinum, ég var þó ekki viss. Þegar ég fór út úr bílnum og skoðaði hægri hliðina sá ég að hún var öll máluð með einhverskonar málningu. Þetta var málverk eins og skemmdarvargar mála víða um bæinn. Ég vissi ekki hvenær þetta hafði verið gert og ómögulegt að vita neitt um málið þar eð það var ekkert á þessu frá götunni og óvíst að nokkur hafi tekið eftir þessu fyrr en bíllinn var hreyfður. Þar sem ég hafði áður flutt afurðir S. Hólm og í framhaldi af því farið að nota kraftaverkamiðilinn Undra, datt mér í hug að prófa Tjöruhreinsi til að reyna að ná málningunni af, ég viðurkenni fúslega að ég var ekki sérlega bjartsýnn og taldi reyndar að það væri búið að eyðileggja bílinn fyrir okkur. En viti menn, eftir eina umferð var mestur hluti málningarinnar farinn að leysast upp, bæði tússið og einnig menjan (þetta voru margar tegundir af málningu og litum) og eftir þrjár umferðir var bíllinn orðinn eins og nýr og engin merki ósómans sjáanleg. Þetta var árangur sem ég átti ekki von á og hefði reyndar ekki trúað að óreyndu. Að geta hreinsað málningu af heilli hlið á stórum sendibíl með örfáum lítrum af tjöruhreinsi, bílþvottakústi og vatni hlýtur að teljast kraftaverk.

Ónafngreindur notandi

Ég var að prófa Undra tjöruhreinsi og vil bara lýsa ánægju minni með efnið Bíllinn var mikið skítugur enn ég var frekar að spara efnið en hitt. (notaði ca 2dl á 3dyra bíl). Síðan burstaði ég bílinn með annars tjörugum þvottakústi, svona eins og þeir vilja verða. Bíllinn var ekki þurr fyrir sem hefði undir flestum kringumstæðum dregið úr virkni. Efnið hreinsaði vel og skildi eftir mjög gljáandi bíl, mun betri en þau sem ég hef áður notað. Þið ættuð að reyna kynna efnið vel t.d. í motor á skjá einum og fá t.d. Ómar Ragnarson til að prófa það (ef þetta er e-ð meira umhverfisvænt en önnur efni, fróðlegt að notaður sé tólgur) Núna er aðalsölutími hjá ykkur og því kjörtækifærið að bregðast við Greinilega gott efni. Gangi ykkur vel!

facebook comments

If there is something you would like to share with us about this product, please do so

with facebook above or send us a your comments to this email address undri@undri.com.