imghaus 

UNDRI Tile Cleaner - User comments

Við hjá UNDRA erum þakklát fyrir aðsendar umsagnir frá viðskiptavinum. Við erum stolt af vörum okkar og teljum að við gerum gott með því að hafa þær á markaði því umhverfisáhrif þeirra eru lítil samanborið við aðrar sambærilegar vörur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar aðsendar umsagnir um vöruna.

Guðlaug Bjarnþórsdóttir

Sælir/sæl öll, mig langar að hrósa vörunum ykkur því þær eiga það svo sannarlega skilið. Vorið 2005 fór ég á sýningu í Laugardalshöll og keypti til að prófa ræstingar Undra og hreingerningar Undra og hugsaði með mér maður hefur nú oft keypt köttinn í sekknum og ákvað að láta slag standa og prófa þessar vöru. En í þetta skipti keypti ég eitthvað sem ég er búin að nota síðan og henti öllum öðrum hreingerningarvörum út. Frábærar vörur , góð lykt og sannarlega að standa undir væntingum. Nú er ég með þetta blandað á spray brúsa og nota þetta á allt, veggi, borð og hvað sem mér dettur í hug. Ég er með hund sem teygjir sig stundum upp um alla vegi og þá er bara spreyjað og strokið með tusku. Fyrir nokkrum árum síðan lét ég yfirdekkja með ljósu áklæði gamalt antik sófasett sem er svo sem ekki í frásögu færandi þegar að yndileg ömmustelpan mín kom í heimsókn og var með kókómjólk og frussaðist yfir ljósa sófasettið hjá ömmu. Ég var búin að reyna nokkur blettaefni og mér fannst það bara versna, en svo kynntist ég blettahreinsir og ákvað að reyna aftur, fór varlega af stað því verra gat þetta ekki orðið. Eftir tvær umferðir eru blettirnir horfnir, en ég tek það fram að það eru 5 ár frá því þetta skeði. Frábært efni og ég hefði ekki trúað því að þetta bæri árangur en það gerðist :). Nú er ég búin að prófa flísaheinsir á náttúruflísa sem ég er búin að vera rosalega ósátt við frá því að þær voru setta á hjá mér þar sem mér fannst ég aldrei fá þennann glans sem ég var að vonast eftir með öllum þessum efnum sem mátti nota á þessar flísar. Svo ég hugsaði ég með mér að verri gætu flísarnar ekki verið og ákvað að prófa flísahreinsinn. Eftir fyrsta skipti löguðust þær helling en ég var ekki allveg sátt ennþá en nú eftir að ég er búin að nota hann nokkru sinnum er ég farin að sjá þann árangur sem ég var að vonast eftir, glansandi og fallegar ( frábært efni ) ennfremur er ég búin að ná blettum ( skít ) í kringum blöndunar á vaskinum á baðinu hjá mér, setti óblandaðan flísaheinsir og lét liggja og bustaði síðan. Frábært efni. Ég er ekki hætt , setti grjótharða pensla í dall nýverið og pennslasápu yfir, eftir nokkra klukkustundir voru þeir orðnir mjúkir og eins og nýjir. Og núna í kvöld ákvað ég að gerast djörf og setja flísaheinsir í bakaraofninn hjá mér ( er búin að prófa ábyggilega 50 teg. af ofnahreinsum ) og er spennt að vita hvernig það gengur en það virðist lofa góðu, ég leyfi ykkur að frétta hvernig að það gengur. Maðurinn minn notar alltaf tjöruhreinsirinn og er alsæll. Þetta eru frábærar vörur í alla staði, góð lykt skemmir þær ekki, þar sem mér finnst oft að þessar nátturuvænu vörur séu alveg lyktalausar og finnst mér þessi lykt æði :) Svo vona ég svo sannarlega að ég eigi eftir að sjá fleiri vörur frá ykkur, t.d. gluggahreinsir. Ég er í því að dásama þessar vöru og er stolt af.

Með góðri kveðju og takk fyrir allt og gangi ykkur vel.

Guðlaug Bjarnþórsdóttir

Selfossi

facebook comments

If there is something you would like to share with us about this product, please do so

with facebook above or send us a your comments to this email address undri@undri.com.